Bjóluættin
Uppfært 24. nóvember 2022:
Svartur föstudagur:
50% afsláttur
aðeins 10.990,- kr.!!!
Örfáar bækur til — nú með 50% svörtum afslætti til miðnættis á sunnudag.
NB. Ef pantað er fyrir kl. 23:59 á sunnudag,
má draga greiðslu til 2. desember nk.
Niðjatal Bjóluættarinnar fékk gríðarlega góðar móttökur og við höfum fengið fjöldann allan af hrósi og þökkum fyrir útgáfuna.
En í tilefni af svörtum föstudegi, býður Bókaútgáfan Hólar bókina núna með 50% afslætti, (með vsk. og sendingargjaldi innanlands), frá og með föstudeginum 25. nóvember og út sunnudaginn 27. nóvember, á aðeins 10.990,- kr.
Ef þú vilt eignast Niðjatal Bjóluættarinnar á svörtu tilboðsverði, sendu þá tölvupóst á: nidjatal@g10.is.
Ath! Ekki verða prentuð fleiri eintök af bókinni!


Bjóluættin
- 1
Niðjatal
Undanfarin 3-4 ár hefur verið unnið að niðjatali Filippusar Þorsteinssonar, f. 4. nóvember 1799, d. 20. febrúar 1885, og eiginkvenna hans, Guðbjargar Jónsdóttur, f. 24. nóvember 1805, d. 7. maí 1838 og Sigríðar Jónsdóttur, f. 24. maí 1914, d. 31. janúar 1893. Ritstjóri verksins er Sigurður Kristinn Hermundarson, útgefandi er Bókaútgáfan Hólar og G10 ehf sá um umbrot og verkstjórn. - 2
Ættleggir raktir til dagsins í dag
Allir niðjar þeirra eru raktir eftir ættleggjum fram á árið 2022. Annar ættliður er: Styrgerður Filippusdóttir, Guðrún Filippusdóttir, Jóhanna Filippusdóttir, Eiríkur Filippusson, Guðbjörg Filippusdóttir, Ámundi Filippusson, Sesselja Filippusdóttir og Filippus Filippusson. - 3
Myndir
Fjöldi mynda er í niðjatalinu, bæði einstaklingsmyndir og fjölskyldumyndir. Sumar myndirnar eru frá því upp úr aldamótunum 1800 og svo eru myndir alveg fram á vora daga, en þær allra nýjustu eru sumar hverjar teknar á farsíma. - 4
Bjólumannaþáttur
Í bókinni er kaflinn: Bjólumannaþáttur, eftir einn af niðjunum, Helga Hannesson. Hann var kaupfélagsstjóri og fræðimaður á Rauðalæk, Holtahreppi í Rangárvallasýslu, en kaflinn birtist í bók hans: Af höfundi Þykkskinnu, sem kom út árið 2006.